Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, kom móð og másandi í ræðustól á Alþingi þegar hún mælti fyrir þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna rakaskemmda í fasteignum í dag.
Sara hafði komið á hlaupum í þingsal en þurfti skamma stund til að jafna sig á mæðinni.
Það vakti athygli í febrúar 2019 þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú dómsmálaráðherra mætti á miklum hlaupum í þingsal þegar hún fékk sitt fyrsta frumvarp samþykkt á Alþingi.
Síðari umræða um þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna rakaskemmda í fasteignum fór fram í dag, en atkvæðagreiðslu um málið var frestað.