Tillögur að tilslökunum á næstu dögum

Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason við upphaf upplýsingafundar í dag, …
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason við upphaf upplýsingafundar í dag, en þetta er fyrsti upplýsingafundurinn í um fjóra mánuði sem ekki er í fjarfundi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fljótlega í næstu viku eða nú um helgina mun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skila heilbrigðisráðherra tillögum um tilslakanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna. Hann sagði að það yrði að fara hægt í tilslakanir og hann muni ekki leggja til að grímuskylda verði aflögð á næstunni.

Hertar aðgerðir á landamærum taka gildi á morgun en þá þurfa allir sem hingað koma að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi frá brottfararstað og má prófið ekki vera eldra en þriggja sólarhringa.

Auk þess verður áfram skimun á landa­mær­un­um og svo önn­ur eft­ir fimm daga skimun­ar­sótt­kví.

Eng­inn hef­ur greinst með Covid-19 inn­an­lands frá 11. fe­brú­ar en þá greind­ust fjór­ir ein­stak­ling­ar. Þau smit voru rak­in til landa­mær­anna.

Síðast greind­ist ein­stak­ling­ur sem ekki var í sótt­kví með smit 1. fe­brú­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert