„Við erum ekki búin að útrýma veirunni“

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir við upphaf upplýsingafundar …
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir við upphaf upplýsingafundar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir óttast ógreind kórónuveirusmit í samfélaginu og að veiran geti leynst einhvers staðar í samfélaginu.

Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna en í gær greindist enginn með smit innanlands, sjötta daginn í röð.

Þórólfur sagði að færri færu í sýnatöku síðustu daga og hvatti fólk áfram til að láta taka sýni ef það finnur fyrir einhverjum einkennum.

Hann minnir á síðasta sumar þegar engin smit greindust og allt í einu rauk faraldurinn upp.

„Auðvitað er maður hræddur um að það geti gerst aftur. Við erum ekki búin að útrýma veirunni,“ sagði Þórólfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert