Ákærður fyrir 24 milljóna skattabrot

Málið var þingfest í síðustu viku.
Málið var þingfest í síðustu viku. mbl.is/Þorsteinn

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot og peningaþvætti í rekstri einkahlutafélags þar sem hann var framkvæmdastjóri og stjórnarformaður. Er hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á um 23,8 milljónum í virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda á árunum 2016-2018.

Í ákæru málsins kemur fram að ekki hafi verið skilað virðisaukaskatti upp á 18,88 milljónir frá í júlí 2016 fram til október 2018. Þá hafi hann ekki staðið skil á skilagreinum einkahlutafélags vegna staðgreiðslu opinberra gjalda hluta áranna 2017 og 2018, samtals upp á 4,9 milljónir.

Kemur fram í ákærunni að ávinningurinn af brotunum hafi verið nýttur í þágu einkahlutafélagsins.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert