Karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir húsbrot og nauðgun í apríl 2018.
Í ákæru er maðurinn sagður hafa ruðst inn á heimili konunnar, klætt hana úr nærbuxum, káfað á henni og sleikt kynfæri hennar. Er hann sagður hafa notfært sér að konan gat ekki spornað við athöfnum hans vegna svefndrunga og áhrifa svefnlyfs.
Í málinu fer konan fram á að sér verði greiddar miskabætur upp á þrjár milljónir vegna málsins. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.