Bólusetningu ljúki í júní

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bólu­setn­ingu gegn kór­ónu­veirunni lýk­ur í júní, gangi áætlan­ir stjórn­valda eft­ir. Þetta varð ljóst eft­ir að heil­brigðisráðuneytið birti bólu­setn­ing­ar­da­ga­tal fyrr í dag.

Hingað til hafa lands­menn þurft að láta sér óljós­ar áætlan­ir að góðu verða, en talað hef­ur verið um að „þorri“, „meiri­hluti“ eða jafn­vel „flest­ir“ lands­menn verði bólu­sett­ir fyr­ir júnílok. Nú er hins veg­ar áætl­un­in skýr­ari: all­ir lands­menn, sem á annað borð kjósa svo, verða bólu­sett­ir fyr­ir júnílok. Það gera um 280.000 manns, enda bólu­efnið aðeins ætlað full­orðnum.

Eins og áður hef­ur verið greint frá er gert ráð fyr­ir skömmt­um fyr­ir um 190.000 manns fyr­ir júnílok frá þeim þrem­ur fram­leiðend­um sem þegar hafa fengið markaðsleyfi í Evr­ópu: Pfizer, Moderna og AstraZeneca.

Háð markaðsleyfi og nýj­um samn­ing­um

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra að þess­ir skammt­ar séu það sem er fast í hendi. For­send­ur bólu­setn­ing­ar­da­ga­tals­ins miði hins veg­ar einnig við skammta frá öðrum fram­leiðend­um, sem enn eiga eft­ir að fá markaðsleyfi í Evr­ópu. Það eru fyr­ir­tæk­in Cura­vac og Jans­sen, sem þegar hef­ur verið samið við, og fyr­ir­tækið Nova­vax, en sam­ingaviðræður Evr­ópu­sam­bands­ins við það síðast­nefnda eru á loka­metr­un­um.

Eins og gef­ur að skilja er því nokk­ur óvissa tengd bólu­setn­ingaráætl­un­inni, en hún verður upp­færð eft­ir því sem nán­ari upp­lýs­ing­ar ber­ast.

Áætlan­ir ís­lenskra stjórn­valda eru sam­bæri­leg­ar áætl­un­um frá Dan­mörku, en þar í landi er gert ráð fyr­ir að ljúka bólu­setn­ing­um í viku 25 (sem lýk­ur 27. júní). Sú áætl­un er einnig háð því að veit­ing markaðsleyfa og samn­ing­ar um bólu­efni Nova­vax gangi eft­ir.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert