Farbann vegna gruns um kynferðisbrot

Óttast var að maðurinn færi úr landi og kæmi sér …
Óttast var að maðurinn færi úr landi og kæmi sér undan málsmeðferð. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir

Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms um farbann yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, en talið er að maðurinn hafi átt í samskiptum við stúlkuna á samfélagsmiðlum og brotið gegn henni í byrjun þessa árs. 

Rannsókn málsins er ólokið en maðurinn er erlendur ríkisborgari með lítil tengsl við landið. Var hann úrskurðaður í farbann þar sem talin er hætta á því að hann yfirgefi landið og komi sér undan málsmeðferðinni. 

Foreldrar stúlkunnar höfðu samband við manninn eftir samskipti hans við stúlkuna og var hann handtekinn daginn eftir en meinta brotið var tilkynnt til lögreglunnar daginn eftir að það á að hafa átt sér stað.

Maðurinn neitar sök og segist ekki hafa vitað að stúlkan væri undir lögaldri en öll samskipti hans við stúlkuna á samfélagsmiðlum hurfu eftir að hann eyddi henni þaðan út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert