Hertar reglur á landamærunum vegna kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti.
Annars vegar er gerð krafa um að fólk framvísi neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og hins vegar hefur framkvæmd ýmissa atriða verið bætt. Má þar nefna víðtækari heimildir til að fólki sé gert að fara í farsóttarhús, svo sem ef viðkomandi er smitaður af bráðsmitandi afbrigði eða getur ekki gefið upp nægjanlega góðar upplýsingar um búsetu í sóttkví.
Ísland er 14. landið í Evrópu sem skyldar alla komufarþega til að framvísa vottorði um neikvætt kórónuveirupróf.