Hundruð milljóna í bitcoin

Fjárfestingarsjóðir, vogunarsjóðir og fjármálafyrirtæki fjárfesta.
Fjárfestingarsjóðir, vogunarsjóðir og fjármálafyrirtæki fjárfesta. AFP

Í janúarmánuði keyptu Íslendingar rafmyntina bitcoin fyrir 600 milljónir króna hjá fyrirtækinu Myntkaupum ehf. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Rafmyntaráð Íslands hefur sent frá sér og kynnti á fundi með Sjálfstæðisflokknum fyrr í vikunni.

Í minnisblaðinu segir að Íslendingar hafi tekið mikið við sér í viðskiptum með bitcoin síðustu mánuði. Fjöldi viðskiptavina Myntkaupa hafi þannig nær þrefaldast á síðustu tveimur mánuðum og séu nú um þrjú þúsund talsins.

Verð á bitcoin hefur sveiflast mikið síðustu misseri og ár eins og fram kemur í minnisblaðinu og fyrr í vikunni fór verð á einni bitcoin yfir fimmtíu þúsund bandaríkjadali í fyrsta skipti.

Kjartan Ragnars, framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs, segir í samtali við Morgunblaðið að í fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga hafi talsvert borið á alvarlegum staðreyndavillum og úreltum upplýsingum. Eitt af því sé að því sé haldið fram að rafmyntir séu taldar „hornsteinn í ýmissi ólöglegri starfsemi“. Hið rétta sé að áætlað væri að um 0,34% af viðskiptum með rafmyntir hefðu tengst ólögmætri starfsemi árið 2020.

Kjartan segir að umræðan hér á landi beri þess merki að stjórnmálamenn hafi takmarkað haft fyrir því að kynna sér nýjar áherslur og breytta tíma í þeim aðstæðum sem nú einkenna bitcoin, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert