Nýtt frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna, frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, hefur nú verið lagt fram og er til umsagnar í Samráðsgátt.
Í meginatriðum er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni ávana- og fíkniefna til eigin nota, svokallaðra neysluskammta, verði heimiluð og ekki refsiverð
Gert er ráð fyrir því að ráðherra kveði á um það í reglugerð hvernig skilgreina beri neysluskammt í samráði við lögreglu og notendur en enn fremur er lagt til að ekki skuli gera upptæk ávana- og fíkniefni sem eru í vörslu einstaklinga sem eru 18 ára og eldri, ef magnið er innan skilgreindra marka um neysluskammt.
Frumvarpið byggist á hugmyndafræði skaðaminnkunar með áherslu á að draga úr neikvæðum afleiðingum vímuefnanotkunar, hvort heldur hjá notandanum, fjölskyldu hlutaðeigandi, nærsamfélagi notandans og samfélagsins í heild, að því er segir á vef Stjórnarráðsins.