Fyrsti vinningur í Eurojackpot gekk ekki út, er dregið var í kvöld. Tæpir 3,5 milljarðar króna voru í pottinum.
Tveir Danir, Þjóðverji og Hollendingur verða að láta sér nægja annan vinning, en hver þeirra fékk rúmar 64 milljónir króna í sinn hlut. Þá fengu þrír Þjóðverjar, frá Berlín, München og Kolbenz, þriðja vinning upp á tæpar 19 milljónir hver.
Enginn var með fjórar tölur eða meira í jókernum.
Tölur kvöldsins eru: 27 35 36 38 41
Stjörnutölur: 5 7
Jókertölur: 2 5 8 3 7