Úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald

Frá Rauðagerði í Reykjavík.
Frá Rauðagerði í Reykjavík. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Karlmaður á fertugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í austurborginni um síðustu helgi. 

Er maðurinn sá áttundi sem hafa verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins, en þeir sem eru í haldi eru allir á fertugsaldri utan einn, sem er á fimmtugsaldri, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Þá var ekki gerð krafa um það  í gær en ekki liggur fyrir hvort þeir verði settir í gæsluvarðhald. 

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert