Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en eitt smit greindist á landamærunum að sögn Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Ekki eru birtar tölur á covid.is-vefnum um helgar og segir Jóhann að um bráðabirgðatölur sé að ræða.
Eitt smit greindist innanlands í gær og var sá í sóttkví. Viðkomandi hafði verið í samskiptum við einstakling sem kom smitaður að utan.