Athafnamaðurinn Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, gerir sér vonir um að selja heita potta fyrir milljarð króna á þessu ári.
Hann undirbýr flutning pottasölunnar frá Höfðabakkanum yfir á Fosshálsinn og kostar til þess hálfum milljarði, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.
Máli sínu til stuðnings vísar hann til þess að kórónuveirufaraldrinum sé ekki lokið, ásamt því sem gæði pottanna muni spyrjast út.
Nú séu kaldir pottar í tísku, sala á gufuböðum á uppleið og mikil þörf skapist fyrir endurnýjun á heitum pottum.