Minningarathöfn var haldin um John Snorra Sigurjónsson, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í borginni Skardu í Pakistan í gærkvöldi. Þremenninganna hefur verið saknað á fjallinu K2 frá 5. febrúar og eru mennirnir formlega taldir af.
Kerti voru lögð eftir götum Skardu-borgar þar sem myndir af fjallgöngumönnunum þremur höfðu verið settar upp.
Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra, þakkaði Skardu fyrir athöfnina. Þá þakkaði Sajid Ali Sadpara, sonur Alis sem var síðastur til að sjá þremenningana, Skardu einnig fyrir að heiðra minningu félaganna.
Posted by John Snorri on Föstudagur, 19. febrúar 2021
Thank you Skardu for honouring my lost companions John Snorri, JP Mohr and my world(Ali Sadpara)
— Sajid Ali Sadpara (@sajid_sadpara) February 19, 2021
My heart and prayers are with them always❤️❤️ #honouralisadpara @john_snorri pic.twitter.com/WSllWn0qfE