Tilkynnt var um þrjá aðila í verslun í miðborginni með hnífa á lofti sem heimtuðu peninga og hótuðu starfsfólki verslunarinnar lífláti. Aðilarnir voru allir handteknir á staðnum og færðir í fangaklefa.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þá var tilkynnt um ungan dreng sem slasaðist á fæti í rúllustiga í verslun.
Tilkynnt var um innbrot í nýbyggingu í miðborginni fyrr í dag, en verkfærum hafði verið stolið. Þá var tilkynnt um skemmdarverk þar sem stundið hafði verið á dekk.