Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur hafnað umsókn um leyfi til að byggja þrílyft verslunar- og íbúðarhús á lóðinni Skólavörðustíg 36. Þarna stóð áður hús sem rifið var í óleyfi í fyrra og varð fréttaefni á þeim tíma. Var niðurrifið kært til lögreglu.
Nú er sótt um leyfi til að byggja þriggja hæða staðsteypt hús á lóðinni með verslunarrými á jarðhæð og einni íbúð á 2.-3. hæð. Fram kemur í umsögn skipulagsfulltrúa að á uppdráttum dags. 17. febrúar 2020 og síðast breytt 5. janúar 2021 sé uppgefið byggingarmagn á lóðinni 298,2 fermetrar en það er meira en deiliskipulag heimilar.
Í kjölfarið voru sendir inn leiðréttir uppdrættir þar sem uppgefið byggingarmagn er 281,2 m 2 og því innan heimilda deiliskipulags, að því er fram kemur í umfjölllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.