Ökumaður var fluttur töluvert slasaður á slysadeild eftir harðan tveggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi við Kjalarnes fyrr í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er nú unnið að því að hreinsa slyssvæðið.
„Þetta var harður árekstur, einn í hvorum bíl. Annar þeirra var fluttur töluvert slasaður á slysadeild,“ segir varðstjóri.
Fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrr í dag að veginum hafi verið lokað við Esjuskála og Klébergsskóla.