Tveir spilarar í Lottó fengu í sinn hlut fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins. Fær hvor þeirra 10,8 milljónir, en miðarnir voru annars vegar seldir í gegnum Lottóappið og hins vegar í Snælandi í Núpalind.
Þá voru tveir með bónusvinninginn, en þeir fá í sinn hlut 260 þúsund krónur.
Enginn var með alla rétta í Jókernum, en fimm með fjóra rétta, og fá þeir 100 þúsund krónur á mann.