Tveir voru handteknir í aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær í tengslum við rannsókn hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Átta aðrir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Þeir handteknu eru báðir erlendir ríkisborgarar, en ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim liggur ekki fyrir.
Ekki fást frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.