Umferðarslys var á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi fyrr í dag. Um er að ræða tveggja bíla árekstur.
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að veginum hafi verið lokað við Esjuskála og Klébergsskóla.
Umferð er beint í gegnum Grundarhverfi á Kjalarnesi.
Ekki fengust frekari upplýsingar að svo stöddu.