Drengjum hjá Hjallastefnunni gengur vel í lestri

Lestrarþarfir kynjanna eru ólíkar.
Lestrarþarfir kynjanna eru ólíkar. mbl.is/Styrmir Kári

Hildur Sæbjörg Jónsdóttir, skólastýra Barnaskólans í Hafnarfirði, segir gögn skólans benda til þess að framfarir í lestri séu ekki ólíkar á milli kynja hjá Hjallastefnunni þegar litið er til barna á aldrinum sex til níu ára. Töluvert hefur verið fjallað um vanda drengja í skólakerfinu undanfarið.

„Við nálgumst þarfir stúlkna og drengja á ákveðinn hátt. Vissulega er kynjabreytan ekki það eina sem skiptir máli en hún er samt sem áður tæki sem við horfum til og notum,“ segir Hildur.

Nefnir hún að kynjaskipting geri það að verkum að hægt sé að leggja áherslu á ólíkar þarfir drengja og stúlkna: „Þessi mikla hreyfiþörf er meira hjá drengjum, þótt hún sé hjá stúlkum líka. Það hentar þeim til dæmis betur að fá stutt og knöpp skilaboð og styttri lotur. Stúlkur þurfa oft meiri ró og kannski útskýringar,“ segir hún.

Í janúar árið 2019 náðu sex ára stúlkur við skólann að lesa að meðaltali 38 orð á mínútu, drengir 67 orð en mælst er til þess að 90% sex ára barna nái í það minnsta 20 orðum á mínútu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert