Fundu aftur myglu í Fossvogsskóla

Fossvogsskóli hefur strítt við mygluvandamál í lengri tíma.
Fossvogsskóli hefur strítt við mygluvandamál í lengri tíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn finnst mygla í Fossvogsskóla, þrátt fyrir að ráðist hafi verið í gríðarmiklar endurbætur á húsnæðinu. Þetta kemur fram í niðurstöðu greiningar Náttúrufræðistofnunar Íslands á sýnum sem tekin voru í skólanum 16. desember 2020.

Sýnin voru rannsökuð 18.-19. janúar í ár og birtust niðurstöðurnar 22. janúar. Úr þeim vann verkfræðistofan Verkís skýrslu, en hún hefur ekki verið birt foreldrum barnanna, né opinberlega.

Sigríður Ólafsdóttir, foreldri barns sem veiktist mikið vegna myglunnar, segir ekkert samráð vera milli borgarinnar og skólastjórnenda og foreldra barna sem stunda nám við skólann. „Engar upplýsingar berast til foreldra barnanna,“ segir Sigríður í Morgunblaðinu í dag. „Það eru engin úrræði sem standa okkur til boða. Ekkert samráð haft við okkur, ekki neitt.“

Hún segir foreldrafélag og skólaráð Fossvogsskóla hafa beitt sér eftir fremsta megni í baráttunni, en það sé afar erfitt fyrir þau að eiga við borgina. „Við erum bara fólk í sjálfboðavinnu að eiga við risabatterí hjá Reykjavíkurborg.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert