Mál læknis á borði lögreglu

Fyrrverandi læknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er til rannsóknar hjá embætti …
Fyrrverandi læknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er til rannsóknar hjá embætti landlæknis. mbl.is/Helgi Bjarnason

Embætti landlæknis hefur verið að rannsaka störf fyrrverandi læknis við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá því í nóvember 2019 vegna gruns um vanrækslu og „röð alvarlegra mistaka“.

Greint var frá málinu í fréttum Stöðvar 2. Á Vísi kemur fram að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi þegar vísað máli læknisins til lögreglu.

Rannsóknin hófst eftir að athugasemdir bárust um vinnubrögð læknisins í tengslum við andlát konu á áttræðisaldri. Fjölskyldan hafði margt við vinnubrögðin að athuga og grunur lék á að læknirinn hefði sent fólk í líknandi meðferð, sem ekki þurfti á henni að halda.

Í áliti landlæknis kom fram að maðurinn hefði gert mörg og alvarleg mistök á ýmsum sviðum, hvort sem var í greiningum, hjúkrun eða lífslokameðferð.

Læknirinn lét sjálfur af störfum þegar rannsóknin hófst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert