Fjórar herþotur norska flughersins, af gerðinni F-35, lentu á Keflavíkurflugvelli í dag en þær eru hér á vegum Atlantshafsbandalagsins.
Þotunum er ætlað að gæta íslenskrar lofthelgi í þrjár vikur.
„Við sýnum samstöðu og leggjum okkar af mörkum fyrir Atlantshafsbandalagið, og það gefur okkur á sama tíma dýrmæta og nauðsynlega þjálfun,“ segir Tron Strand, leiðtogi norska hópsins, á facebook-síðu norska flughersins.
F-35 har landet på Island Her lander det første av fire norske F-35 fly på Keflavik flybase utenfor Reykjavik i dag....
Posted by Luftforsvaret on Monday, February 22, 2021