Ný stjórn var kjörin í Miðflokksfélagi Suðurlands síðasta laugardag og var fundurinn haldinn á zoom. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Nýr formaður er Óskar Herbert Þórmundsson en aðrir í stjórn eru Sigrún Bates, Davíð Brár Unnarsson, Sverrir Ómar Victorsson, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Guðrún Svana Sigurjónsdóttir og Tómas Ellert Tómasson.
Þá voru Magnús Haraldsson, Margrét Sigríður Jónsdóttir og Ragnar Anthony Antonsson Gambrell kjörin varamenn.
Í kjörstjórn sitja Ásdís Bjarnadóttir, Óskar Herbert Þórmundsson og Guðmundur Kristinn Jónsson. Varamaður er Egill Sigurðsson.
Á næstu vikum halda öll kjördæmafélög sína aðalfundi og má sjá yfirlit um þá fundi á heimasíðu flokksins xm.is.
Segir þá að lokum í tilkynningunni að mikill hugur sé í miðflokksfólki um land allt og að undirbúningur kosninganna í haust sé hafinn í öllum kjördæmum.