Vilja opna fyrir lok vetrarfrísins

Hér má sjá þá gömlu stólalyftuna en brátt verður ný …
Hér má sjá þá gömlu stólalyftuna en brátt verður ný lyfta tekin í gagnið. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Vonir standa til að ný stólalyfta á skíðasvæði Hlíðarfjalls verði tekin í notkun í næstu eða þar næstu viku, að sögn Höllu Bjarkar Reynisdóttur, formanns stjórnar Hlíðarfjalls.

„Ég geri ráð fyrir að lyftan verði tilbúin í vikunni, en það er ekki komin nein ákveðin dagsetning á afhendinguna,“ segir Halla Björk í Morgunblaðinu í dag. „En þar sem það er vetrarfrí núna myndum við gjarnan vilja opna lyftuna áður en því lýkur.“

Lyftan, sem er keypt notuð frá Austurríki, kom til landsins fyrri hluta árs 2018, og áætlað var að hún yrði tilbúin til notkunar í desember það ár. Það gekk ekki eftir af ýmsum ástæðum, og hennar hefur því verið beðið með eftirvæntingu síðan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert