Guðmundur Felix Grétarsson birtir mynd af sér á Facebook í dag þar sem vart er að sjá að hann hafi nokkru sinni vantað hendur. Sárabindi hvers konar eru hvergi nærri og hann liggur í makindum sínum með nýju hendurnar.
„Þegar þú hefur verið án handa í 23 ár er áhrifaríkara en orð fá lýst að sjá svona mynd af sjálfum þér,“ skrifar Guðmundur Felix í mynd með færslunni.
Guðmundur er kominn á ról og fór til að mynda í fyrsta sinn út fyrir hússins dyr um helgina, eftir að hafa verið meira og minna rúmliggjandi frá byrjun árs.
Að mati Guðmundar er árangur fólginn í því einu að sjá sjálfan sig heilbrigðan á að líta, eins og á myndinni sem hér ræðir um. Hann hafi lært á sínum tíma að lifa með fötlun sinni, „en ég væri að ljúga ef ég héldi því fram að mér hafi líkað hún,“ skrifar Guðmundur.
When you’ve been without arms for 23 years, seeing a photo of yourself like this has more #impact than I can ever put...
Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Þriðjudagur, 23. febrúar 2021