Rafmagnslaust er í öllum Árneshreppi á Ströndum, en unnið er að viðgerð. Straumlaust varð klukkan 6:40 og hefur ekki enn tekist að koma á rafmagni. Viðgerðahópur frá Orkubúi Vestfjarða er kominn upp á Trékyllisheiði að leita að biluninni.
Gott veður er á svæðinu, en um frostmark er við sjávarmál.
Þetta er í annað skiptið sem rafmagn fer af Árneshreppi á tveimur dögum, en í gær varð rafmagnslaust í hreppnum og í Ísafjarðardjúpi.