Þingsályktun um fjölbreyttar aðgerðir gegn raka- og mygluskemmdum í fasteignum var samþykkt á Alþingi í dag. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, lagði tillöguna fram og hlaut hún afgreiðslu velferðarnefdar og þingsins. Ljóst er að samtaða var um málið í velferðanefnd enda allir nefndarmenn samþykkir nefndaráliti málsins.
Í tillögunni eru lagðar til sex aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir raka- og mygluskemmdir og auka réttindavernd þeirra sem verða fyrir tjóni af þeirra völdum.
Í tillögunni er félags- og barnamálaráðherra, í samráði við heilbrigðisráðherra, falið að leggja til nauðsynlegar breytingar á lögum og reglugerðum til að uppræta og koma í veg fyrir tjón vegna rakaskemmda í fasteignum.
Það skuli gert með því að: