Erfið samskipti

Ýmsir eru óánægðir með Sjúkratryggingar Íslands.
Ýmsir eru óánægðir með Sjúkratryggingar Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveitarfélög og félög sérfræðinga hafa kvartað til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og heilbrigðisráðuneytis vegna erfiðra samskipta við SÍ.

Akureyri, Vestmannaeyjabær, Höfn og Fjarðabyggð sögðu upp samningum um rekstur hjúkrunarheimila. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri sagði að hún hefði talið að viðræður við SÍ færu fram af heilindum. Annað kom í ljós þegar sveitarfélögin báru saman bækur sínar.

Félag sjúkraþjálfara hefur kvartað við ráðuneytið vegna framkomu SÍ og forstjórans. Talmeinafræðingar eru einnig óánægðir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert