Starfsmaður í höfuðstöðvum Landsbankans í Austurstræti í Reykjavík varð undir loftplötu sem losnaði í skjálftanum stóra sem fannst víða á suðausturhorninu í dag.
Konan fékk plötuna í höfuðið og fékk af því sár. Hún var flutt á heilsugæslu þar sem gert var að sárinu og hún skoðuð að sögn Rúnars Pálmasonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans.
Konan er ekki mikið slösuð og snéri til vinnu eftir heimsókn á heilsugæslu.
Rúnar segir of snemmt að segja til um hvort skipta þurfi út plötum í loftinu.