Sprunga hefur opnast nærri fjallinu Þorbirni í Grindavík. Svo virðist sem einhvers konar gufusmyndanir komi úr jörðinni en um er að ræða þekkt háhitasvæði. Óvissustigi var lýst nærri Þorbirni í fyrra vegna kvikusöfnunar. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að verið sé að kanna málið nánar.
Þuríður Halldórsdóttir, veitti gufunni athygli og að sögn hennar hafa aðrir vegfarendur sagt að sprunga hafi myndast þar sem gufan stígur upp.
Á meðfylgjandi myndbandi má sjá gufuna koma upp úr jörðinni en myndbandið tók Þuríður frá Grindavíkurvegi.
Þá má geta þess að Sýffelli sem er nærri Þorbirni og er gamalt eldfjall. Þá átti kvikuinnskot sér stað nærri Svartengi í fyrra.
Þá fór Þórunn Alda Gylfadóttir kennari í nátturufræði í grunnskólanum í Gríndavík á vettvang og tók myndir af nýju sprungunni. Segir hún að um sé að sé ræða gamlan baðstað. Enda er nafnið á svæðinu Baðsvellir.
Þá tók hún jafnframt upp myndband sem sjá má hér:
Að sögn fróðra manna á svæðinu stafar gufan af vatni sem rennur í sprunguna frá gömlu hitaveituröri.
Fréttin hefur verið uppfærð