Mótmæla íslenskuveri í Vitastígsálmu

Bendir stjórnin á að heppilegra væri að setja á fót …
Bendir stjórnin á að heppilegra væri að setja á fót íslenskuver þar sem Spennistöðin er nú til húsa, sunnan við skólann. mbl.is

Stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur (ÍMR) mótmælir fyrirætlunum um að setja á fót íslenskuver fyrir erlend börn í risi í Vitastígsálmu Austurbæjarskóla, þar sem aðgengi að rýminu sé slæmt og flóttaleiðir langar auk þess sem það standist ekki nútímakröfur um skólahúsnæði barna.

Hollvinasamtök Austurbæjarskóla hafa nú Vitastígsálmu til afnota sem skólamunasafn, sem geymir ýmsa muni frá 90 ára sögu skólans. 

Segir í tilkynningu stjórnar ÍMR að Austurbæjarskóli hafi yfir betra húsnæði að ráða þar sem aðgengi er gott og það stenst nútímakröfur, til dæmis Spennistöðina sem stendur sunnan við skólann.

„Finna þarf lausn á því hvernig framtíðarstarfsemi safnsins verður best fyrir komið en þar til slík lausn er fundin mælir stjórn ÍMR með því að Hollvinasamtökin fái áframhaldandi afnot af risinu enda er það hvort eð er óhæft fyrir skólastarfsemi,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert