Niðurstöður eru enn ekki komnar úr rannsókn á bílnum sem hafnaði í sjónum í Skötufirði um miðjan janúar með þeim afleiðingum að kona og sonur hennar létust. Fjölskyldufaðirinn komst lífs af.
Að sögn Karls Inga Vilbergssonar, lögreglustjóra hjá lögreglunni á Vestfjörðum, bíður lögreglan eftir niðurstöðu. Eftir að hún berst verður hægt að loka málinu.
Bíllinn var fluttur á Suðurland þar sem sérhæfður bifvélavirki rannsakar hann, auk þess sem tæknideild lögreglunnar kemur að rannsókninni.