Skjálftar fundist í Húnaþingi og á Ísafirði

Keilir sést víða að. Skjálftar í nágrenni fjallsins hafa einnig …
Keilir sést víða að. Skjálftar í nágrenni fjallsins hafa einnig fundist víða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjöldi öflugra eftirskjálfta hefur fylgt í kjölfar stóra skjálftans sem varð klukkan 10.05 í morgun og átti upptök sín rúma þrjá kílómetra suð-suðvestur af Keili.

Sjálfvirkt mælingakerfi Veðurstofunnar hefur numið alls ellefu skjálfta yfir 4 að stærð frá því hrinan hófst.

Þeir hafa fundist víða á Suðvesturhorninu og allt norður í Húnaþing og vestur á Ísafjörð, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Varað við grjóthruni

Varað er við grjóthruni á Reykjanesskaga á meðan á hrinunni stendur.

Bent er á að unnið sé að nánari yfirferð á skjálftavirkninni. Hún sé skjálftavirknin bundin við Reykjanesskaga og aðrar staðsetningar á skjálftum séu óáreiðanlegar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert