„Þetta var óþægilegt“

00:00
00:00

„Þetta var óþægi­legt, þeir voru svo marg­ir,“ seg­ir Anna María Reyn­is­dótt­ir, íbúi í Grinda­vík um skjálfta­hrin­una sem gerði bæj­ar­bú­um svo bylt við í morg­un. „Sum­um líður illa en aðrir bera sig bet­ur,“ seg­ir Fann­ar Jónas­son, bæj­ar­stjóri um líðan bæj­ar­búa eft­ir jarðskjálft­an en verið er að ákveða næstu skref í viðbrögðum bæj­ar­ins.

Aug­ljóst er að bæj­ar­bú­ar fundu vel fyr­ir skjálft­an­um í morg­un. Hér í Grinda­vík er mikið af fólki í göngu­túr­um og marg­ir eru að viðra dýr­in sem hrædd­ust líka í við skjálft­ann sem var af stærðinni 5,7 og átti upp­tök sín 3,3 kíló­metra suð-suðvest­ur af Keili á Reykja­nesskaga. 

Í mynd­skeiðinu er rætt við Fann­ar og Önnu Maríu ásamt Fanný Þóru Erl­ings­dótt­ur sem var stödd á ann­arri hæð á bæj­ar­skrif­stof­unni. 

Jörð skelf­ur enn reglu­lega og frá því að ég kom hingað um ell­efu­leytið hafa þrír hraust­leg­ir skjálft­ar riðið yfir. Einn viðmæl­andi sem ekki vildi koma fram und­ir nafni seg­ir viðvör­un­ar­kerfi bíls síns hafa farið í gang og að hún hafi séð jörðina bylgj­ast. Ann­ar fann fyr­ir höfuðverk eft­ir að hafa stífnað upp við fyrsta skjálft­an. All­ir eru sam­mála um að þetta hafi verið það mesta sem þeir hafi fundið og eru Grind­vík­ing­ar ýmsu van­ir þegar það kem­ur að jarðskjálft­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert