Slökkvilið og sjúkraflutningamenn voru kallaðir til þegar umferðaróhapp varð á öðrum tímanum á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu urðu engin slys á fólki en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru einhverjar umferðartafir á gatnamótunum.
Ekki er ljóst hvað olli óhappinu.