Undirverðlagning og ójafn leikur

F.v.: Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, Orri Hauksson forstjóri Símans og Heiðar …
F.v.: Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, Orri Hauksson forstjóri Símans og Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir stjórnvöld hafa sýnt andvaraleysi gagnvart miklum breytingum sem orðið hafi á sjónvarpsmarkaði. Erlendar streymisveitur herji á markaðinn með undirverðlagningu samhliða því að þurfa ekki að lúta sömu reglum og íslensku fyrirtækin.

Í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag telur Heiðar að annaðhvort þurfi að jafna leikinn eða styrkja innlenda fjölmiðla í þessari ójöfnu samkeppni.

Orri Hauksson, forstjóri Símans, tekur í sama streng. „Þetta er orðinn alþjóðlegur markaður og það er óheilbrigt að á Íslandi gildi einar reglur um innlenda aðila og aðrar um erlenda. Þar á ég meðal annars við kröfur um talsetningu, textun og þuli í beinum útsendingum.

Maður spyr sig hvers vegna í ósköpunum stjórnvöld og þá sérstaklega menntamálaráðuneytið, sem á að halda utan um íslenska fjölmiðla og íslenska menningu og tungu, eru ekki búin að jafna leikinn hvað þetta varðar,“ segir Orri. Til dæmis verji Síminn grófreiknað álíka fjárhæð í þýðingar á ári og streymisveitan Disney+ fær í áskriftartekjur á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert