Ekkert nýtt smit innanlands

mbl.is/Kristinn Magnússon

Eng­inn greind­ist með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær. Einn bíður niður­stöðu mót­efna­mæl­ing­ar á landa­mær­un­um. Ný­gengi smita inn­an­lands miðað við 100 þúsund íbúa síðustu tvær vik­urn­ar er 1,4 en 4,6 á landa­mær­un­um. 

Síðast greind­ist ein­hver utan sótt­kví­ar 1. fe­brú­ar en þá höfðu liðið 12 dag­ar frá því síðustu smit utan sótt­kví­ar voru greind hér á landi. Alls hafa greinst 10 smit í fe­brú­ar. Nú eru 15 í ein­angr­un og 20 í sótt­kví. Alls eru 906 í skimun­ar­sótt­kví. 

Tek­in voru 448 sýni inn­an­lands í gær og 498 á landa­mær­un­um. 

Ekk­ert barn á Íslandi er með Covid-19. Alls eru 9 á aldr­in­um 18-29 ára með Covid-19 og 3 á fer­tugs­aldri. Eitt smit er í ald­urs­hópn­um 40-49 ára og hið sama á við um 50-59 ára og 60-69 ára.

Þurfa ekki að fram­vísa PCR-prófi

Ferðamenn frá Græn­landi eru nú und­anþegn­ir kröf­um um fram­vís­un á vott­orði um nei­kvætt PCR-próf, skimun og sótt­kví vegna Covid-19 við kom­una til Íslands.

Skil­yrði fyr­ir und­anþág­unni er að ferðamaður­inn hafi ekki heim­sótt land eða svæði sem flokk­ast sem áhættu­svæði 14 dög­um fyr­ir komu til Íslands.

Þeir ein­stak­ling­ar sem hafa verið á áhættu­svæði 14 dög­um fyr­ir komu þurfa að fram­vísa nei­kvæðu PCR-prófi, fara í skimun á landa­mær­um, sótt­kví og í aðra sýna­töku fimm dög­um eft­ir heim­komu sam­an­ber reglu­gerð sem tók gildi 19. fe­brú­ar 2021.

Það fækkaði um einn í ein­angr­un á milli daga en sá var staðsett­ur á höfuðborg­ar­svæðinu. Þar eru nú 10 í ein­angr­un en 7 í sótt­kví. Á Suður­nesj­um eru 2 í ein­angr­un en eng­inn í sótt­kví og á Suður­landi er 1 í ein­angr­un en 2 í sótt­kví. Á Norður­landi eystra eru 2 í ein­angr­un en eng­inn í sótt­kví og einn er í sótt­kví óstaðsett­ur í hús.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert