Fá ekki að byggja íbúðir ofan á bílaverkstæðið á Grettisgötu sem brann

Svona hefur byggingin við Grettisgötu 87 staðið undanfarin fimm ár, …
Svona hefur byggingin við Grettisgötu 87 staðið undanfarin fimm ár, allt frá því kviknaði í henni í mars árið 2016. Sannarlega lítil prýði fyrir nánasta umhverfi. mbl.is/sisi

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað ósk um að hækka þegar samþykkt húsnæði bílaverkstæðis að Grettisgötu 87 um tvær til þrjár hæðir og innrétta þar íbúðir. Starfsemi bifreiðaverkstæða og íbúðarhúsnæði fari ekki vel saman.

Forsaga málsins er sú að húsið brann 7. mars 2016. Það er ónýtt og verður rifið. Eins og húsið er í dag er það lýti á hverfinu. Fyrir liggja samþykktar teikningar frá Arkþing arkitektum hjá byggingarfulltrúa Reykjavíkur af sams konar húsnæði og fyrir var, þ.e. bílaverkstæði. Teikningarnar voru stimplaðar 1. október 2019.

Í erindi sem eigendur lóðarinnar sendu skipulagsfulltrúa í desember sl. kemur fram að þeir geti nú þegar hafið byggingu á bílaverkstæðinu, en eru tilbúnir í samtal við borgina á útfærslu á íbúðarbyggingu í viðbót ofan á bílaverkstæðinu. Þannig verði komið til móts við bæði deiliskipulagið og ósk borgarinnar um þéttingu byggðar.

Í umsögn skipulagsfulltrúa um erindið kemur fram að í núgildandi deiliskipulagi fyrir reitinn, Tryggingastofnunarreit, var lagt upp með að iðnaðarhúsnæðið við Grettisgötu yrði rifið og þess í stað byggt íbúðarhúsnæði í beinu framhaldi af Snorrabraut nr. 35, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka