Sprengjuhótun barst Menntaskólanum í Hamrahlíð í morgun og er lögreglan að leita sprengjunnar. Kennsla hefur verið felld niður að minnsta kosti fram að hádegi.
Greint er frá þessu á vef RÚV.
Samkvæmt blaðamanni mbl.is á vettvangi var sérsveitin og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í og við skólann. Lögregluþjónar voru með sprengjuleitarhund.
Í tölvupósti sem Steinn Jóhannsson rektor sendi nemendum og forráðamönnum kemur fram að kennsla falli niður af óviðráðanlegum orsökum.