Vonlaust að láta fólk velja bóluefni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundi dagsins.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundi dagsins. Ljósmynd/Almannavarnir

Ekki er hægt að láta fólk ákveða bóluefni það vill eða vill ekki. „Það er nánast vonlaust,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þegar hann var spurður um fólk sem hafi hafnað bóluefni AstraZeneca.

Þórólfur býst frekar við því að þeir sem hafni bóluefni AstraZeneca verði bólusettir en fólkið gæti hins vegar misst sinn forgang í bólusetningarröðinni.

Sóttvarnalæknir sagði enn fremur á upplýsingafundi almannavarna að munur á aukaverkunum AstraZeneca og annarra bóluefna virtist ekki mikil.

Hins vegar gæti virkni bóluefnis AstraZeneca verið minni. Munurinn sé lítill og skipti ekki máli varðandi verndina sem er ástæða bólusetningarinnar.

Sóttvarnalæknir ítrekaði að ekki væri ástæða til að afþakka þetta bóluefni umfram önnur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert