Fagna uppbyggingu þjóðgarðsins

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skoðaði þjóðgarðinn á dögunum.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skoðaði þjóðgarðinn á dögunum. Ljósmynd/Sigurður Á. Þráinsson

Mikill gangur er í framkvæmdum í þjóðgarðinum á Snæfellsjökli að því er sagt er frá á vef Stjórnarráðsins. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra heimsótti þjóðgarðinn í vikunni og skoðaði framkvæmdir við göngustíga og útsýnispalla í þjóðgarðinum.

Þjóðgarðsmiðstöðin sem mun brátt rísa verður 700 fermetrar að flatarmáli og mun hýsa sýningu, skrifstofur og aðra aðstöðu en kostnaður við hana nemur ríflega 600 milljónum króna.

Gestum þjóðgarðsins hefur farið fjölgandi undanfarin ár og heimsækir nú um hálf milljón gesta þjóðgarðinn árlega, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Á síðasta ári heimsóttu um 200 þúsund gestir þjóðgarðinn, langflestir Íslendingar, þar sem fáir erlendir ferðamenn komu til landsins vegna aðstæðna.

Á komandi sumri verða 30 ár síðan þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður og að því tilefni er haft eftir umhverfis- og auðlindaráðherra á vef Stjórnarráðs að fjárfesting í náttúruvernd sé fjárfesting í jákvæðri byggðaþróun til framtíðar og gaman væri að sjá hversu vel hefði tekist í uppbyggingu innviða á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert