Margir hafa miklar áhyggjur af því að ungt atvinnulaust fólk verði algerlega út undan á vinnumarkaðnum.
Virkniúrræði eru því mjög mikilvæg fyrir þann hóp, að sögn Drífu Snædal, forseta ASÍ. Það geti orðið mjög dýrkeypt að fanga ekki þennan hóp.
Í janúar var 17,1% atvinnuleysi meðal 16 til 24 ára, hæsta hlutfall í þeim aldurshópi í janúar frá árinu 2012.