Jarðskjálfti 4,1 að stærð

Mynd tekin eftir stóra skjálftann á miðvikudag.
Mynd tekin eftir stóra skjálftann á miðvikudag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálfti 4,1 að stærð mæld­ist klukk­an 13.51 rétt norðan við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga. Skjálftinn fannst vel á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu.

Kemur hann í kjölfarið á hressilegri skjálftahrinu í hádeginu þar sem meðal annars tveir skjálftar 4,0 eða stærri mældust.

Jarðskjálfta­hrina hófst á miðviku­dag þegar stór skjálfti að stærð 5,7 mæld­ist á Reykja­nesskaga. 

Hrinan er enn í gangi en um 5000 jarðskjálftar hafa verið staðsettir með sjálvirka jarðskjálftamælikerfi Veðurstofu Íslands frá því að hrinan hófst 24. febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert