Líklegustu eldgosasvæðin við Trölladyngju

Líklegast er að eldgos verði innan eldrauðu svæðanna.
Líklegast er að eldgos verði innan eldrauðu svæðanna. Kort/Háskóli Íslands

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands sem metur líkur á eldgosi á Reykjanesskaga telur að miðað við jarðskjálftana frá hádegi í gær fram til klukkan 17 í dag séu líklegustu svæðin við Trölladyngju.

Líklegast er að eldgos verði innan eldrauðu svæðanna á meðfylgjandi korti. 

„Enn og aftur þá er spákortið byggt á undirliggjandi rannsóknum á Reykjanesi að viðbættum þeim atburðum er áttu sér stað í dag. Næsta skref er að keyra hraunhermilíkön og sjá hvar hraun munu helst renna ef til eldgoss kemur,“ segir í facebookfærslu hópsins.

Hópurinn hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001 og leitað lausna við að meta slíka vá. Hópurinn getur metið líkur á eldgosi og helstu leiðir sem hraun rennur ef til eldgoss kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert