Snarpur skjálfti skók höfuðborgarsvæðið um klukkan 16.50 og fannst víða.
Samkvæmt fyrstu mælingum Veðurstofunnar var hann 4,4 að stærð. Hálfri mínútu síðar varð annar af stærðinni 3,4.
Nokkur hrina hefur fylgt í kjölfarið. Enn annar, 3,8 að stærð, reið yfir um klukkan 16.56.
Á sjötta tímanum hafa svo orðið skjálftar af stærðinni 3,3 klukkan 17.08 og 3,6 klukkan 17.12.