Staðfesti neitun um lokunarstyrk

Bækistöðvar Skattsins við Laugaveg.
Bækistöðvar Skattsins við Laugaveg.

Yfirskattanefnd hefur staðfest þá ákvörðun Skattsins að hafna umsókn einkahlutafélags sem staðið hefur að viðburðahaldi og skipulagningu mannamóta um lokunarstyrk vegna samkomutakmarkana í veirufaraldrinum.

Þótt starfsemi fyrirtækisins hafi þurft að sæta fjölda- og nálægðartakmörkunum sl. vor hafi því ekki verið skylt að láta af þeirri starfsemi vegna faraldursins. Hægt hefði verið að viðhalda starfseminni í einhverri mynd og laga að hertum sóttvörnum.

Viðburðafyrirtækið kærði ákvörðun Skattsins til yfirskattanefndar og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi þar sem starfsemin félli undir ákvæði auglýsingar um samkomutakmarkanir. Því hafi það látið af allri starfsemi og þjónustu á þessu tímabili og aflýst öllum viðburðum og mannamótum á vegum þess, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert