Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví. Þá greindist eitt smit á landamærum í gær samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, lét mbl.is í té.
Ekkert smit greindist innanlands í fyrradag.
Síðast greindist einhver utan sóttkvíar 1. febrúar en þá höfðu liðið 12 dagar frá því síðustu smit utan sóttkvíar voru greind hér á landi.